Lífið

Mannfuglakeppni í Englandi

Fjöldi manna sem langar að fljúga eins og fuglinn hefur kastað sér fram af Bognor-bryggjunni í Englandi í dag. Ástæðan er hin árlega Bognor-mannfuglakeppni, þar sem keppt er um þriggja milljóna króna verðlaun. Til þess að hreppa milljónirnar þurfa mannfuglarnir að kasta sér fram af bryggjunni á heimasmíðuðum vængjum sem þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði um stærð, breidd og lengd og ná að svífa eitt hundrað metra áður en þeir skella í sjóinn. Veðrið var mannfuglum ekki hagstætt í dag svo enginn komst nærri hundrað metra markinu, en keppnin heldur áfram á morgun, vonandi í betra veðri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.