Innlent

Fyrsti prófasturinn

Fyrsti prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis sem stofnað var 1. ágúst er séra Agnes Sigurðardóttir sem er sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli og hefur verið prófastur Ísafjarðarprófastsdæmis. Vestjarðaprófastsdæmi varð til við sameiningu Barðastranda- og Ísafjarðarprófastsdæma en samþykkt var á kirkjuþingi árið 2003 að sameina þau við starfslok séra Braga Benediktssonar, prófasts Barðastrandaprófastsdæmis. Séra Agnes er ein af fjórum kvenpróföstum á landinu en prófastsdæmin eru fimmtán talsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×