Samkynhneigðir öðlist sama rétt 6. ágúst 2005 00:01 Félagsmálaráðherra sagði í ávarpi á Hinsegin dögum í dag að hann myndi beita sér fyrir því að samkynhneigðir öðluðust fullan rétt á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Hann segist þó ekki vita hvaða álit aðrir ráðherrar hafi á málinu. „Í dag eiga hommar og lesbíur ekki sömu möguleika og gagnkynhneigð pör að skrá óvígða sambúð hjá Hagstofunni. Samkynhneigð pör í staðfestri samvist eiga ekki rétt á að ættleiða íslensk eða erlend börn til jafns á við gagnkynhneigð hjón, eða einstaklinga. Lesbíur eiga ekki sama rétt og gagnkynhneigðar konur til tæknifrjóvgunar í opinberum sjúkrastofnunum. Að því ógleymdu að samkynhneigt fólk getur ekki óskað eftir því að prestar eða forstöðumenn safnaða gerist vígslumenn þeirra sem hyggjast ganga í staðfesta samvist. Baráttumál homma og lesbía er að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjölskylduþátttöku. Ég styð það sjónarmið heilshugar og mun halda áfram að beita mér fyrir því, í fullri samvinnu við ykkur,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra í ávarpi sínu á Hinsegin dögum í dag. Það er því ljóst að félagsmálaráðherra vill ganga alla leið til að tryggja samkynhneigðum sömu réttindi og gagnkynhneigðum. Aðspurður hvort kollegar hans í ríkisstjórn séu sammála honum í þessum efnum segir Árni að það hafi ekki verið rætt sérstaklega. Í vetur hafi starfað nefnd þar sem félagsmálaráðuneytið hafi átt fulltrúa og þar hafi þessum sjónarmiðum verið fylgt fram. Hann standi þar með með sjálfum sér og fulltrúa sínum í nefndinni. Þetta sé hans skoðun og hann muni fylgja henni eftir. Árni áréttar að málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn en hann telji að það sé breið pólitísk samstaða um að jafna réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Ráðherra vísar á bug staðhæfingum á borð við þá að samkynhneigðir foreldrar geti ekki búið börnum vænleg þroskaskilyrði. Hann segir að rannsóknir sýni þvert á móti að samkynhneigðir standi gagnkynhneigðum síst að baki við barnauppeldi. Menn eigi að horfast í augu við það og stíga skrefið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Félagsmálaráðherra sagði í ávarpi á Hinsegin dögum í dag að hann myndi beita sér fyrir því að samkynhneigðir öðluðust fullan rétt á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Hann segist þó ekki vita hvaða álit aðrir ráðherrar hafi á málinu. „Í dag eiga hommar og lesbíur ekki sömu möguleika og gagnkynhneigð pör að skrá óvígða sambúð hjá Hagstofunni. Samkynhneigð pör í staðfestri samvist eiga ekki rétt á að ættleiða íslensk eða erlend börn til jafns á við gagnkynhneigð hjón, eða einstaklinga. Lesbíur eiga ekki sama rétt og gagnkynhneigðar konur til tæknifrjóvgunar í opinberum sjúkrastofnunum. Að því ógleymdu að samkynhneigt fólk getur ekki óskað eftir því að prestar eða forstöðumenn safnaða gerist vígslumenn þeirra sem hyggjast ganga í staðfesta samvist. Baráttumál homma og lesbía er að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjölskylduþátttöku. Ég styð það sjónarmið heilshugar og mun halda áfram að beita mér fyrir því, í fullri samvinnu við ykkur,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra í ávarpi sínu á Hinsegin dögum í dag. Það er því ljóst að félagsmálaráðherra vill ganga alla leið til að tryggja samkynhneigðum sömu réttindi og gagnkynhneigðum. Aðspurður hvort kollegar hans í ríkisstjórn séu sammála honum í þessum efnum segir Árni að það hafi ekki verið rætt sérstaklega. Í vetur hafi starfað nefnd þar sem félagsmálaráðuneytið hafi átt fulltrúa og þar hafi þessum sjónarmiðum verið fylgt fram. Hann standi þar með með sjálfum sér og fulltrúa sínum í nefndinni. Þetta sé hans skoðun og hann muni fylgja henni eftir. Árni áréttar að málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn en hann telji að það sé breið pólitísk samstaða um að jafna réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Ráðherra vísar á bug staðhæfingum á borð við þá að samkynhneigðir foreldrar geti ekki búið börnum vænleg þroskaskilyrði. Hann segir að rannsóknir sýni þvert á móti að samkynhneigðir standi gagnkynhneigðum síst að baki við barnauppeldi. Menn eigi að horfast í augu við það og stíga skrefið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira