Stolt og litadýrð í gleðigöngu 6. ágúst 2005 00:01 Stolt, gleði, litadýrð og ótrúlegt hugmyndaflug einkenndi Gay Pride gleðigönguna í dag. Enn fjölgar þeim sem taka þátt í hátíðarhöldunum, en talið er að á milli fjörutíu og fimmtíu þúsund manns hafi lagt leið sína í miðborgina í dag. Þetta er í sjöunda sinn sem Hinsegin dagar eða Gay Pride hátíðin er haldin í Reykjavík og hún heldur áfram að stækka á alla kanta. Hápunkturinn, gleðigangan sem farin var niður Laugaveg, var með allra glæsilegasta móti og hefur aldrei verið lengri. Gay Pride skipar sér í flokk með stærstu útihátíðum Íslendinga en það er þó ekkert séríslenskt að fólk flykkist út á götu til þess að sýna samstöðu með samkynhneigðum. Árið 1970 fóru samkynhneigðir í New York og San Fransisco í fyrstu göngurnar til að minnast uppþota í Greenwich Village í New York ári áður. Þær óeirðir marka tímamót í sögu lesbía og homma um allan hinn vestræna heim því í fyrsta sinn tóku þau á móti þegar að þeim var sótt. Nýir tímar voru runnir upp. Nú eru farnar göngur í hinum ýmsu borgum heims. Þær eru ólíkar frá landi til lands en í þeim löndum sem samkynhneigðum er búið mest og best öryggi eru Gay Pride hátíðir fullar af litum, lífi og fjöri eins og í Reykjavík. Víða um heim snúast göngur samkynhneigðra hins vegar upp í átök og uppþot líkt og í Júgóslavíu þar sem lesbíum og hommum var misþyrmt af ungum hægrisinnuðum öfgamönnum þegar þau ætluðu í sína fyrstu göngu um stræti Belgrad fyrir fjórum árum. Þau sem stóðu fyrir göngunni í miðborg Reykjavíkur í dag segja að um leið og þau fagni öryggi og fengnu frelsi þá sýni þau samstöðu með systrum sínum og bræðrum í þeim löndum sem enn þá kúga, misþyrma og drepa fyrir þann glæp einn að leggja ást á eigið kyn. Fréttir Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Stolt, gleði, litadýrð og ótrúlegt hugmyndaflug einkenndi Gay Pride gleðigönguna í dag. Enn fjölgar þeim sem taka þátt í hátíðarhöldunum, en talið er að á milli fjörutíu og fimmtíu þúsund manns hafi lagt leið sína í miðborgina í dag. Þetta er í sjöunda sinn sem Hinsegin dagar eða Gay Pride hátíðin er haldin í Reykjavík og hún heldur áfram að stækka á alla kanta. Hápunkturinn, gleðigangan sem farin var niður Laugaveg, var með allra glæsilegasta móti og hefur aldrei verið lengri. Gay Pride skipar sér í flokk með stærstu útihátíðum Íslendinga en það er þó ekkert séríslenskt að fólk flykkist út á götu til þess að sýna samstöðu með samkynhneigðum. Árið 1970 fóru samkynhneigðir í New York og San Fransisco í fyrstu göngurnar til að minnast uppþota í Greenwich Village í New York ári áður. Þær óeirðir marka tímamót í sögu lesbía og homma um allan hinn vestræna heim því í fyrsta sinn tóku þau á móti þegar að þeim var sótt. Nýir tímar voru runnir upp. Nú eru farnar göngur í hinum ýmsu borgum heims. Þær eru ólíkar frá landi til lands en í þeim löndum sem samkynhneigðum er búið mest og best öryggi eru Gay Pride hátíðir fullar af litum, lífi og fjöri eins og í Reykjavík. Víða um heim snúast göngur samkynhneigðra hins vegar upp í átök og uppþot líkt og í Júgóslavíu þar sem lesbíum og hommum var misþyrmt af ungum hægrisinnuðum öfgamönnum þegar þau ætluðu í sína fyrstu göngu um stræti Belgrad fyrir fjórum árum. Þau sem stóðu fyrir göngunni í miðborg Reykjavíkur í dag segja að um leið og þau fagni öryggi og fengnu frelsi þá sýni þau samstöðu með systrum sínum og bræðrum í þeim löndum sem enn þá kúga, misþyrma og drepa fyrir þann glæp einn að leggja ást á eigið kyn.
Fréttir Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira