Innlent

Fiskidagurinn mikli á Dalvík

Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð í dag. Þar bjóða fiskverkendur og fleiri aðilar í byggðarlaginu bjóða landsmönnnum og gestum landsins í margréttaða fiskveislu. Hátíðin hófst klukkan ellefu í morgun og lýkur nú klukkan fimm. Ekki fékkst gefið upp hversu margir hefðu sótt hátíðina en búist var við 30 þúsund gestum og höfðu 110 þúsund matarskammtar verið búnir til fyrir hátíðina. Ekki var þó aðeins boðið upp á fisk því fjölmörg skemmtiatriði voru einnig á hátíðinni. Þetta er í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×