Upplýsir ekki skoðun á ættleiðingu 5. ágúst 2005 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill ekki upplýsa hvaða skoðun hann hafi á því að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn þó svo að málið heyri undir hans ráðuneyti. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði, fordóma Sólveigar Pétursdóttur í garð samkynhneigðra og barnauppeldis þeirra hafa verið þess valdandi að hún vildi ekki leyfa eða samþykkja frumættleiðingu samkynhneigðra. Von er á ríkisstjórnarfrumvarpi í haust sem að öllum líkindum mun byggjast á mati nefndar sem fjallaði um réttarstöðu samkynhneigðra. Það felur í sér aukin réttindi eins og að skrá sig í óvígða sambúð og ættleiða börn innanlands. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni þegar kom að ættleiðingum barna frá útlöndum og hvort gera ætti lesbíum kleift að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun. Ekki náðist í Sólveigu vegna málsins. Hins vegar náðist í Björn Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra, sem hafði þó fátt um málið að segja. Hann sagði að það yrði skoðað en hann stjórnaði ekki ferðinni og gæti því lítið tjáð sig. Björn vildi engu svara þegar hann var spurður hver hans persónulega skoðun á málinu væri. „Ég vil ekki upplýsa þig um það sem mér finnst,“ sagði hann síðan við fréttamann. Þá bætti hann við að honum fyndist ómaklegt að ráðast svona gegn Sólveigu Pétursdóttur eins og Baldur gerði. Lauk síðan símtalinu. Erfitt reynist að fá fram afstöðu ráðamanna um málið og finnst eflaust mörgum undarlegt að stjórnmálamenn geti ekki sagt hug sinn, til þess þurfi heila nefnd. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og jafnréttisráðherra, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag en mun á morgun halda ræðu á Hinsegin dögum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill ekki upplýsa hvaða skoðun hann hafi á því að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn þó svo að málið heyri undir hans ráðuneyti. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði, fordóma Sólveigar Pétursdóttur í garð samkynhneigðra og barnauppeldis þeirra hafa verið þess valdandi að hún vildi ekki leyfa eða samþykkja frumættleiðingu samkynhneigðra. Von er á ríkisstjórnarfrumvarpi í haust sem að öllum líkindum mun byggjast á mati nefndar sem fjallaði um réttarstöðu samkynhneigðra. Það felur í sér aukin réttindi eins og að skrá sig í óvígða sambúð og ættleiða börn innanlands. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni þegar kom að ættleiðingum barna frá útlöndum og hvort gera ætti lesbíum kleift að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun. Ekki náðist í Sólveigu vegna málsins. Hins vegar náðist í Björn Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra, sem hafði þó fátt um málið að segja. Hann sagði að það yrði skoðað en hann stjórnaði ekki ferðinni og gæti því lítið tjáð sig. Björn vildi engu svara þegar hann var spurður hver hans persónulega skoðun á málinu væri. „Ég vil ekki upplýsa þig um það sem mér finnst,“ sagði hann síðan við fréttamann. Þá bætti hann við að honum fyndist ómaklegt að ráðast svona gegn Sólveigu Pétursdóttur eins og Baldur gerði. Lauk síðan símtalinu. Erfitt reynist að fá fram afstöðu ráðamanna um málið og finnst eflaust mörgum undarlegt að stjórnmálamenn geti ekki sagt hug sinn, til þess þurfi heila nefnd. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og jafnréttisráðherra, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag en mun á morgun halda ræðu á Hinsegin dögum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira