Erlent

Ísraelar brjóta mannréttindi

Hópur sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að tálminn sem Ísraelar reisa nú umhverfis Vesturbakkann, sé brot gegn mannréttindaskuldbindingum Ísraela. Því hvöttu þeir til að öll vinna við tálmann verði stöðvuð og að Ísraelar borgi Palestínumönnum skaðabætur fyrir skemmdir vegna hans. Levanon, sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði það koma á óvart að sérfræðingarnir væru að leggja til pólitískar aðgerðir og með því væru þeir að fara út fyrir starfssvið sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×