Lífið

Trjábukkur gerir sig heimakominn

Það ráku nokkrir upp skaðræðisóp þegar trjábukkur gerði sig heimakominn í eldhúsglugga í húsi einu í Mosfellsbæ. Fríðu Björk Elíasdóttur brá heldur betur í brún þegar hún sá þetta ógnvænlega skordýr spássera um fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér í gær. Einar Guðmundsson, nágranni hennar, kom henni til bjargar og skellti dýrinu í krukku. Fríða sagðist ekki hafa viljað koma við kvikyndið. Fréttastofan kíkti til Maríu Ingimarsdóttur, hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, í dag en þangað er hægt að fara með pöddur til greiningar. Greiða þarf 1500 krónur fyrir greininguna en hvergi er til tæmandi listi yfir þær um það bil 1400 pöddur sem eru hér á landi. María sagði umrætt kvikindi, sem hræddi líftóruna úr Fríðu, vera úr hópi trjábukka sem væru bjöllur.  Hún sagði bjöllurnar berast hingað með trjám eða unnu tré. Þær verpa í tré og síðan klekst eggið út og lirfunar lifa á trjánum. María segir trjábukkana ekki hættulega en þeir geta bitið fast. Þessi dýr eru sérhæfð á trjátegundir og því er engin hætta á að þetta kvikindi komi til með að fjölga sér hér á landi. Þessi dýr hafa komið til landsins til dæmis með arinkubbum og vörubrettum en þrátt fyrir útlitið er þetta ekkert til að hræðast.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.