Sport

Tvö heimsmet í gær

Bandaríkjamaðurinn Aaron Peirsol og ástralska stúlkan Leisel Jones settu heimsmet í gær á heimsmeistaramótinu í sundi sem haldið er í Montreal í Kanada. Jones synti 200 metra bringusund á 2 mínútum og 21 sekúndu og bætti heimsmet Amöndu Beard um 72 hundraðshluta. Jones var rúmum fjórum sekúndum á undan næsta keppanda. Peirsol bætti sitt eigið heimsmet í 200 metra baksundi um átta hundruðustu og komst í hóp þeirra Ians Thorpe og Grant Hacketts sem einu sundmennirnir sem hafa unnið sömu greinina á þremur heimsmeistaramótum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×