Sport

Liverpool mætir Littbarski

Í dag var dregið í heimsmeistaramót félagsliða í knattspyrnu. Evrópumeistarar Liverpool lentu í B-riðli ásamt Sydney frá Ástralíu og Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka. Með Sydney spilar Dwight York og þjálfari er enginn annar en Þjóðverjinn kunni Pierre Littbarski. Mótið fer fram í Yokohama 11.-18. desember og fær sigurvegari mótsins fjóra og hálfa milljón dali eða um 300 milljónir króna. Mótið verður í beinni útsendingu á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×