Lífið

Sólarstemming í höfuðborginni

Enn einn sólardagurinn var í höfuðborginni í dag. Reykvíkingar tóku daginn snemma og skelltu sér niður í bæ, á ylströndina og annað þar sem sólin skein sínu bjartasta. Starfsfólk haffihúsanna hefur varla haft undan við að afgreiða kalda drykki í dag og var Austurvöllur þéttsetinn eins og sést á þessum myndum. Það var hægara sagt en gert að ná stólum og borðum og létum menn því grasið nægja, enda ekki amalegt að koma sér þar vel fyrir á dögum sem þessum. Þá var heldur betur líflegt um að litast í Nauthólsvíkinni í tuttugu stiga hita í dag og menn tóku daginn snemma. Ekki var þó alls staðar jafn líflegt um að lítast og eru verslunareigendur Kringlunnar án efa ekki jafn sáttir við góða veðrið og aðrir. Ansi tómlegt var um að lítast þar innandyra þegar fréttastofan kíkti inn. Eflaust kemur það einhverjum á óvart en júlímánuður í ár slær engin hitamet og er samkvæmt Veðurstofunni um að kenna fyrri parti júlí sem var ansi vætusamur og kaldur miðað við fyrri ár. Of snemmt er að segja til um ágústmánuð en Veðurstofan gerir þó ekki ráð fyrir áframhaldandi sól, alla vega um helgina og því um að gera að njóta þess sem eftir er, því alls óvíst er hvenær næstu góðu dagar koma.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.