Lífið

Skógarkattasýning

Félagar í Skógarkattaklúbbi Íslands sýndu ketti sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Sá þyngsti vegur 6 kíló. Norski skógarkötturinn er stór og stekbyggður. Hann er frekar seinþroska og verða fresskettirnir ekki fullvaxnir fyrr en um fjögurra ára aldur en læðurnar ári fyrr. Vigfús Eyjólfsson á þrjá skógarketti og var hann með tvo þeirra til sýnis í dag. Hver er helsti munurinn á skógarköttum og öðrum köttum. Kettirnir voru til sýnis í dag til að kynna þá en til þess að hægt sé að kalla kött, norskan skógarkött, verður hann að hafa fullgilda ættbók.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.