Lífið

Jóladagtal á sumri

Nú er að ljúka tökum á jóldagatali Stöðvar 2. Galdrabókin heitir ævintýrið sem Stöð 2 mun sýna í desember og er eftir Ingu Lísu Middleton, leikstjóra og Margréti Örnólfsdóttur sem jafnframt sér um tónlist leikritsins. Inga Lísa Middleton segir að verkið fjalla um tíu ára gamlan strák sem finnur galdrabók og fleytir sér og kettinum sínum inní galdraheim þar sem allt er á rúi og stúi og mikið að gerast. Að sjálfsögðu takast á góð og ill öfl eins og í öllum ævintýrum og Alexander þarf bæði að leysa álög og þrautir til þess að komast heim fyrir jól. Mikið er lagt í verkið og má að öllum líkindum búast við spennandi jólasögu frá fyrsta degi desembermánaðar og alla daga til aðfangadags jóla.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.