Lífið

Veiðisafnið á Stokkseyri

Veiðisafnið á Stokkseyri hefur vakið mikla lukku og leyfir meðal annars blindum að finna hvernig gíraffi og fleiri erlend sem íslensk dýr líta út. Á safninu eru yfir 80 uppstoppuð dýr; sebrahestur og antilópur frá Suður-Afríku, sauðnaut frá Grænlandi, hreindýr af Austurlandi og margar aðrar tegundir. Þrjátíu koma frá Náttúrufræðistofnun Íslands en hin fimmtíu hafa eigendur safnsins, Páll Reynisson og Fríða Magnúsdóttir, veitt sjálf. Fríða sagði áhugann hafa kviknað við að fara sjálf á veiðar með eiginmanninum bæði innanlands og utan. Í Suður-Afríku ákvað hún síðan að veiða sitt eigið dýr. Hjónin vonast til að geta stækkað safnið á næsta ári en það verður þá í þriðja sinn sem það sprengir utan af sér. Flestir eru mjög ánægðir sem heimsækja safni og þau dýr sem vekja mestan áhuga eru vörtusvíinin hjá yngstu, sauðnautin hjá þeim eldri en gíraffinn hjá öllum. Þetta er eini gíraffinn sem vitað er til að Íslendingur hafi veitt en þetta var elsti tarfurinn í hjörðinni og var fall hans hluti af reglulegri grisjun á sléttum Suður-Afríku. Þegar blindir heimsækja safnið fá þeir að ganga hringinn og snerta dýrin, það er jú eina leiðin fyrir þá að vita hvernig þau líta út og vekur sú ferð yfirleitt mikla lukku. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.