Innlent

Fallbyssuskot til heiðurs Ólafi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun í dag fara um borð í rússneska herskipið Aðmírál Levsenkó. Nítján fallbyssuskotum verður hleypt af honum til heiðurs. Davíð Oddsson utanríkisráðherra fór í opinbera heimsókn í rússneska kafbátaleitarskipið í gær. Þar ræddi hann við skipstjórnendur, skoðaði fleyið og fræddist um Íslandsheimsóknina. Sautján fallbyssuskotum var hleypt af honum til heiðurs. Ólafur Ragnar er væntanlegur um borð klukkan korter yfir fjögur í dag þar sem tekið verður á móti honum með nítján heiðursskotum samkvæmt alþjóðlegum reglum. Almenningur getur skoðað herskipið Levsenkó í dag á milli klukkan 14 og 16 og aftur á morgun á milli klukkan 10 og 12. Þá mun lúðrasveit skipsins ganga spilandi frá Reykjavíkurhöfn að Ingólfstorgi þar sem hún mun halda tónleika klukkan fimm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×