Innlent

Mögulega verkfall á Ljósanótt

Starfsmannafélag Suðurnesja hefur vísað launadeilu sinni við samninganefnd sveitarfélaganna til Ríkissáttasemjara. Ástæða þessa er að samninganefndin hefur ekki svarað ítrekuðum kröfum STFS um að setjast að samningaborði en samningarnir runnu út 31. mars síðastliðinn. "Ég vona að Ríkissáttasemjari fari núna og dragi launanefndina að samningaborðinu," segir Ragnar Örn Pétursson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja. "Næsta skref er síðan að afla verkfallsheimildar." Ragnar segir að búið sé að vara við því að verkfallið gæti hafist um mánaðamótin ágúst-september, sem hittir einmitt á helgina þegar Ljósahátíð er haldin í Reykjanesbæ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×