Innlent

Fólkið enn á sjúkrahúsi

Líðan mannsins og konunnar sem lentu í gassprengingu í Bjarkarlundi um helgina er eftir atvikum góð. Deildarlæknir á lýtalækningadeild Landsspítalans segir að fólkið þurfi að liggja á deildinni í tvær til þrjár vikur. Fókið fékk annars og þriðja stigs bruna og er í svokallaðri opinni meðferð þar sem þau liggja í svokölluðu brunahólfi og stofurnar eru dauðhreinsaðar. Atvik málsins voru þau að maðurinn var að skipta um gaskút inni í hjólhýsi þegar sprenging varð. Engan annan sakaði í slysinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×