Innlent

Sjö sóttu um starf forstjóra

Sjö sóttu um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins en Páll Gunnar Pálsson hefur látið af því embætti og tekið við forstöðu hins nýja Samkeppniseftirlits. Þrír umsækjendanna vinna hjá Fjármálaeftirlitinu, þau Ásta Þórarinsdóttir, Hlynur Jónsson og Rúnar Guðmundsson. Aðrir umsækjendur eru Hörður Sverrisson lögfræðingur, Ingunn Þorsteinsdóttir hjá ASÍ, Jónas Friðrik Jónsson og Sigurður Árni Kjartansson hjá Lánasýslu ríkisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×