Innlent

Erilsamt hjá lögreglu í Borgarnesi

Frá því á föstudaginn hafa 49 ökumenn verið teknir af lögreglunni í Borgarnesi. Þeir voru allir teknir fyrir að keyra yfir hámarkshraða fyrir utan einn sem stöðvaður var grunaður um ölvun við akstur. Á sama tíma hafa orðið fjögur umferðaróhöpp en í gær var keyrt aftan á bíl á Vesturlandsvegi við fossinn Glanna í Norðurárdal. Farþegar bílanna stuppu án teljandi slysa. Um helgina komu upp fimm fíkniefnamál í Borgarnesi og sjö ungmenni voru yfirheyrð í tengslum við þau, auk þess sem lagt var hald á kannabisefni, amfetamín og e-töflur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×