Innlent

Mannréttindafulltrúi á Íslandi

Mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, Alvaro Gil-Robles, lauk í gær þriggja daga opinberri heimsókn hér á landi. Hann mun skrifa skýrslu um stöðu mannréttinda á Íslandi sem kynnt verður fyrir ráðherranefnd og þingi Evrópuráðsins í september. Mannréttindafulltrúinn hefur hitt forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og ýmissa félagasamtaka, umboðsmann Alþingis og ráðherra. Gil-Robles kynnti sér einnig íslensk fangelsi og móttökustöð fyrir hælisleitendur. Guðrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir að Gil-Robles sé sá fyrsti sem gegni embættinu en hann stefnir að því að sækja öll aðildarríki Evrópuráðsins heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×