Innlent

Óheimilt að gera verðkönnun

Fréttablaðinu er óheimilt að framkvæma verðkönnun í fríhafnarverslunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ganga þannig úr skugga um að yfirlýsingar forsvarsmanna hennar um verðlag og samkeppnishæfi stöðvarinnar séu réttar. Þetta var svar Höskuldur Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Leifsstöðvar, þegar blaðið baðst leyfis til að framkvæma slíka könnun. Kom sú beiðni í kjölfarið á yfirlýsingum Samtaka verslunar og þjónustu sem halda fram að verðlag í flugstöðinni sé almennt ekki ódýrara en í almennum verslunum. Höskuldur vísaði þeim athugasemdum til föðurhúsanna og vísaði til verðkönnunar sem framkvæmd var í nóvember 2002. Þar kom fram að vörur á höfuðborgarsvæðinu væru að meðaltali tæplega 50 prósent dýrari en sömu vörur í fríhöfninni. IBM, sem framkvæmdi þá könnun, setti nokkra fyrirvara við þær niðurstöður. Í fyrsta lagi ákvað verkkaupi þær fáu vörur sem kannaðar voru og tvær af stærstu verslunum Leifsstöðvar þá tóku ekki þátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×