Innlent

Nýr talsmaður neytenda

Gísli Tryggvason hefur verið skipaður talsmaður neytenda. Viðskiptaráðherra skipar í embættið sem er tilkomið vegna breytinga á lagaramma um samkeppnismál. Frá árinu 1998 hefur Gísli verið framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna en hann er lögfræðingur ásamt því að hafa lokið meistaraprófi í viðskiptafræði og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Tólf aðrir umsækjendur voru um stöðuna, þar á meðal Jóhannes Gunnarsson sem hefur verið formaður Neytendasamtakanna nær óslitið í tuttugu ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×