Innlent

Jörð stækkar og minnkar

Jörð í Suðursveit stækkar og minnkar eftir því hvort Breiðamerkurjökull skríður eða hopar. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í morgun í þjóðlendumáli. Ríkið hefur sælst þessa jörð og verið með ákveðnar þjóðlendukröfur þar og vildu þeir að jörðinni yrði skipt allt til sjávar. Þetta féllst dómurinn ekki á en kröfur jarðareigenda voru m.a. um að stór hluti Breiðarmerkujökuls yrði innan landamerkja jarðarinnar. Þetta studdu þeir með því að þegar land var numið hafi þetta þessi hluti jökulsins verið innan marka þess landnáms. Óbyggðanefnd hafði hins vegar úrskurðað að landarmörkin skyldu miðast við jaðar jökulsins 1. júlí 1998 þegar þjóðlendulögin voru sett. Síðan fyrir 1000 árum hefur jökullinn gengið fram en er núna að hopa aftur. Reynir Karlsson, lögmaður landeigenda, segir því landið minnka og stækka eftir stöðu jökulsins. Hann segir að um þetta verði að setja skýra lagareglu. Landeigendur hyggjast áfrýja dómnum til Hæstaréttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×