Innlent

Lokað á Sirkus

Síðdegis á mánudag, þremur dögum eftir að hafið var að senda sjónvarpsstöðina Sirkus út á merki PoppTíví, var lokað á útsendingar Sirkus á breiðbandi Símans. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir ástæðuna þá að enginn samningur sé til á milli 356 ljósvakamiðla og Símans um að dreifa Sirkus á breiðbandinu eða um ADSL kerfi Símans; "En við höfum boðist til að dreifa öllu efni fyrir 365." Samningur var fyrir hendi um að PoppTíví yrði dreift á breiðbandinu og segir Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365 að Sirkus sé nú alls staðar dreift á sama dreifikerfi og þar sem áður var Popp Tíví. "Okkar breyting er ekki ólík nafnabreytingu, og það er sérkennileg túlkun hjá Símanum að ekki þurfi að efna samninginn, þó við breytum nafni sjónvarpsstöðvarinnar. Að loka fyrir útsendingu á breiðbandinu gagnast Símanum ekki en er skaði fyrir 365 og þó sérstaklega fyrir þau heimili sem hafa breiðbandið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×