Innlent

Skyrsletturum birt ákæra á morgun

Þremenningunum sem slettu grænleitu skyri á fundi Landsvirkjunar um miðjan mánuðinn verður birt ákæra á morgun. Skaðabótakrafa Nordica Hótel hljóðar upp á um 2,8 milljónir króna á þremenningana eða tæp ein milljón króna á hvern og einn. Að sögn hótelstjóra Nordica Hótel urðu töluverðar skemmdir sem hlutust af skyrslettunum og meðal annars eyðilagðist sérsmíðað sýningartjald. Mál gegn þeim verður þingfest í héraðsdómi á morgun og geta brot þeirra varðað allt að sex ára fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×