Innlent

Yfirfara hálendisvegi

Slysavarnarsvið Landsbjargar hyggst gera úttekt á vegum um hálendi landsins í sumar en tilefnið er að björgunarsveitum bárust að meðaltali tvö útköll hvern einasta dag síðasta sumar þar sem ferðamenn höfðu lent í erfiðleikum. Kjartan Benediktsson, umferðarfulltrúi samtakanna, segir ætlunina að yfirfara þá vegi sem ferðamenn fara um í samráði við ferðaþjónustuaðila og aðra sem sækja hálendið heim. "Með því móti ætlum við að komast að því hvar slysahættan er mest en umferð um svæðið fer vaxandi ár frá ári og full ástæða til þess að finna út hvar eða hvað má betur fara."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×