Innlent

Lægsta boð frá Selfossi

Fyrirtækið Nesey á Selfossi átti lægsta boð í lagningu strengja fyrir Landsvirkjun milli Ufsar- og Kelduárslóns vegna Kárahnjúkavirkjunar, tæpar 14,5 milljónir króna, um 43 prósentum undir kostnaðaráætlun. Tilboð voru opnuð í byrjun vikunnar og tóku fimm fyrirtæki þátt. Kostnaðaráætlun ráðgjafa Landsvirkjunar hljóðaði upp á tæpar 25,6 milljónir Næstlægsta boð áttu Austfirskir verktakar á Egilstöðum, tæpar 15,8 milljónir króna, en hæsta boð átti Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar á Sauðárkróki, rúmar 25,3 milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×