Innlent

Páll afhentur Þristavinafélaginu

Landgræðsla ríkisins hætti í dag rekstri flugvéla til landgræðslu og afhenti síðustu vél sína, Pál Sveinsson, til Þristavinafélagsins. Flugvélin hefur nú verið máluð í litum Icelandair en Þristavinafélagið hefur sett sér það markmið að halda henni áfram flughæfri. Hún var upphaflega smíðuð sem herflutningavél árið 1943. Eftir stríð eignaðist Flugfélag Íslands hana og hét hún Gljáfaxi þar til Flugleiðir gáfu Landgræðslunni vélina árið 1973.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×