Innlent

Ólína fór fram á rannsókn

Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði hefur farið fram á það við menntamálaráðuneytið að fram fari opinber rannsókn á starfs- og stjórnunarháttum hennar við skólann. "Það hafa verið mjög óvægnar aðdróttanir og árásir á mín störf og stjórnarhætti og ég get ekki setið undir því lengur. Því hef ég farið fram á það við ráðuneytið að það verði gerð úttekt á mínum störfum af hlutlausum aðila. Ráðuneytið hefur fallist á það að óska eftir því við Félagsvísindastofnun að annast slíka úttekt. Jafnframt hefur verið gert samkomulag um að deiluefnið, yfirferð enskuprófa Ingibjargar Ingadóttur sem ég hugðist vísa til þriðja aðila, verði ekki send út úr skólanum heldur tekin til athugunnar hjá mats- og gæðaeftirlitsdeild Menntamálaráðuneytisins," segir Ólína. Ólína segist vonast til þess að þessar aðgerðir dugi til að skapa sátt um skólastarfið í MÍ og segist reiðubúin að sættast við Ingibjörgu Ingadóttur en tekur fram að það þurfi tvo til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×