Innlent

Skeljungur hækkar

Olíufélagið Skeljungur fylgdi í gær í kjölfar annarra olíufyrirtækja í landinu og hækkaði eldsneytisverð á stöðvum sínum til samræmis við Olís og Esso. Er því lítraverð á stöðvum þessara aðila fyrir 95 oktana bensín í sjálfsafgreiðslu alls staðar 110,20 og 58,10 fyrir lítra af díselolíu. Verð á sjálfsafgreiðslustöðvum Ego, Atlantsolíu, Orkunnar og ÓB eru einnig að mestu hin sömu yfir línuna. Þar fæst 95 oktana bensínlítrinn á 108,90 og lítri af díselolíu á 56,70



Fleiri fréttir

Sjá meira


×