Innlent

Hross skemmdu golfvöll

"Það er talið að um hafi verið að ræða hrossarekstur úr bænum sem var á leiðinni upp í dal," segir Haukur Hafsteinsson umsjónarmaður golfvallarins. "Við fengum allir sjokk þegar við sáum þetta. Þeir sem hlut áttu að máli létu hins vegar ekkert vita, sem hefði þó óneitanlega verið skemmtilegra, heldur riðu bara áfram. Að minnsta kosti tveir hestar fóru inn á völlinn og jafnvel maður á hesti að elta þá. Hestarnir virðast hafa verið á stökkferð, því það voru spyrnuför eftir þá." Haukur segir, að strax hefði verið farið í að græða skemmdirnar upp. Veðrið hefði hjálpað til með vætunni, þannig að völlurinn væri nú óðum að jafna sig. "Við höfum verið í fyrirtaks samvinnu við hestamenn í Mosfellsbæ," segir Haukur. "Við vitum að þeir áttu klárlega engan hlut að máli þarna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×