Innlent

Breytingar á Bandaríkjaflugi

Icelandair mun fljúga til New York allan næsta vetur en síðustu tvö árin hefur ekki verið flogið til borgarinnar yfir háveturinn. Hins vegar verður gert hlé á áætlunarflugi til Minneapolis frá 9. janúar til 13. mars 2006.  "Minneapolis flugið er mjög langt flug og það hefur orðið verðhækkun á eldsneyti og fleira og því hefur þetta orðið óhagkvæmara," segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. "Hins vegar hefur eftirspurn eftir flugi til New York vaxið eftir lægðina í kringum 11. september og það svæði hefur komið sterkara út en Minneapolis," segir Jón Karl um breytingarnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×