Innlent

Olís og Esso hækkuðu um krónu

Olíufélögin Olís og Esso hækkuðu bensínið um eina krónu lítrann í gær og er það þriðja hækkunin á tæpum mánuði. Búist er við að Skeljungur hækki verð í dag. Lítrinn er nú almennt kominn í rúmar 110 krónur en í lok maí var verðið tæpar 105 krónur þannig að hækkunin nemur ríflega fimm krónum á lítrann á nokkrum vikum. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur á sama tíma hækkað verulega og losaði tunnan sextíu dollara í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×