Varúð gegn spánarsnigli 27. júní 2005 00:01 Full ástæða er til að vera á varðbergi gagnvart spánarsniglinum illræmda, sem fundist hefur tvisvar hér á landi, að sögn Erlings Ólafssonar dýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Tveir spánarsniglar hafa fundist í Reykjavík, annar í fyrra en hinn árið þar áður. Annar fannst í Vesturbænum og hinn í Ártúnsholti. Báðir sniglarnir voru sendir til Svíþjóðar þar sem staðfest fékkst að um þessa tilteknu tegund væri að ræða. "Það er ekki hægt að fullyrða að þessi snigill hafi numið land hér, þótt vissulega sé sú hætta fyrir hendi," sagði Erling. "Það kemur ekki í ljós fyrr en nú síðsumars hvort fleiri sniglar þessarar tegundar finnast. En það að sjá hann í sitt hvorum borgarhlutanum finnst mér benda til þess að hann sé kominn." Spánarsnigillinn er skaðræðisskepna þar sem hann er landlægur. Hann leggst á ýmiss konar gróður, til að mynda kál og kartöflukál, og skilur eftir sig sviðna jörð. Hann er rauðbrúnn að lit, mjög stór, allt upp í 12 - 15 sentímetra langur. "Hann étur allt sem fyrir verður," segir Erling. "Það er allt matur hjá honum, meir að segja hundaskítur. Hann fer ekki um í flokkum en þéttleikinn getur orðið býsna mikill, allt upp í nokkra á fermetra." Spánarsnigillinn hefur dreifst um alla Evrópu, þar á meðal um Norðurlöndin. Hann er upprunninn í Suður-Evrópu, til að mynda Spáni og Portúgal, en hefur dreifst til norðurs og austurs. Hann getur borist með ýmsu móti, að sögn Erlings, til dæmis með grænmeti og plöntum sem fluttar eru inn með rótum. "Honum hefur fjölgað allsnarlega á Norðurlöndum og í Færeyjum og gert þar usla," segir Erling. "Nágrannaþjóðum okkar hefur ekki tekist að útrýma honum, þrátt fyrir ýmsar tilraunir. Ég á eftir að kynna mér þau mál betur." Spánarsnigillinn fjölgar sér eins og aðrar sniglategundir með því að verpa eggjum. Erling segir að bæði eggin og ungviðin lifi af veturinn. Það kemur því í ljós með haustinu hvort þessi vágestur er kominn til að vera. Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Full ástæða er til að vera á varðbergi gagnvart spánarsniglinum illræmda, sem fundist hefur tvisvar hér á landi, að sögn Erlings Ólafssonar dýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Tveir spánarsniglar hafa fundist í Reykjavík, annar í fyrra en hinn árið þar áður. Annar fannst í Vesturbænum og hinn í Ártúnsholti. Báðir sniglarnir voru sendir til Svíþjóðar þar sem staðfest fékkst að um þessa tilteknu tegund væri að ræða. "Það er ekki hægt að fullyrða að þessi snigill hafi numið land hér, þótt vissulega sé sú hætta fyrir hendi," sagði Erling. "Það kemur ekki í ljós fyrr en nú síðsumars hvort fleiri sniglar þessarar tegundar finnast. En það að sjá hann í sitt hvorum borgarhlutanum finnst mér benda til þess að hann sé kominn." Spánarsnigillinn er skaðræðisskepna þar sem hann er landlægur. Hann leggst á ýmiss konar gróður, til að mynda kál og kartöflukál, og skilur eftir sig sviðna jörð. Hann er rauðbrúnn að lit, mjög stór, allt upp í 12 - 15 sentímetra langur. "Hann étur allt sem fyrir verður," segir Erling. "Það er allt matur hjá honum, meir að segja hundaskítur. Hann fer ekki um í flokkum en þéttleikinn getur orðið býsna mikill, allt upp í nokkra á fermetra." Spánarsnigillinn hefur dreifst um alla Evrópu, þar á meðal um Norðurlöndin. Hann er upprunninn í Suður-Evrópu, til að mynda Spáni og Portúgal, en hefur dreifst til norðurs og austurs. Hann getur borist með ýmsu móti, að sögn Erlings, til dæmis með grænmeti og plöntum sem fluttar eru inn með rótum. "Honum hefur fjölgað allsnarlega á Norðurlöndum og í Færeyjum og gert þar usla," segir Erling. "Nágrannaþjóðum okkar hefur ekki tekist að útrýma honum, þrátt fyrir ýmsar tilraunir. Ég á eftir að kynna mér þau mál betur." Spánarsnigillinn fjölgar sér eins og aðrar sniglategundir með því að verpa eggjum. Erling segir að bæði eggin og ungviðin lifi af veturinn. Það kemur því í ljós með haustinu hvort þessi vágestur er kominn til að vera.
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira