Lífið

Fundur vegna kvikmyndar Eastwood

Klukkan fimm í dag verður haldinn fundur í Hafnarfjarðarbæ, vegna myndarinnar Flags of our Fathers, sem Clint Eastwood leikstýrir. Skipulagsráð Hafnarfjarðar boðar til fundarins, vegna deilna sem hafa sprottið upp út af hugsanlegum skemmdum á landi í Krísuvík. Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar og stjórn Reykjanesfólkvangs hafa mótmælt því að kvikmyndatökur verði leyfðar við Krísuvík, þrátt fyrir að Landgræðsla, Umhverfisstofnun og fornleifavernd ríkisins, hafi gefið grænt ljós á að farið verði af stað með tökurnar. Á fundinum í dag verða fultrúar allra þeirra sem hlut eiga að máli. Í fyrramálið verður svo fundur hjá Byggingar- og skipulagsráði Hafnarfjarðar, sem hefur endanlegt ákvörðunarvald í málinu. Á þeim fundi verður tekin ákvörðun um hvort tökurnar verði leyfðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.