Kínverskar konur á völturunum 25. júní 2005 00:01 Kínversku valtarakonurnar hafa vakið óskipta athygli á Kárahnjúkum, enda eru konur innan við tíundi hluti starfsmanna. Einn æðsti stjórnandi á svæðinu er þó kona; verkfræðingur sem jafnframt er verðlaunaður barnabókahöfundur. Vinnustaðurinn Kárahnjúkavirkjun er karlasamfélag. Þó ekki alveg. Við gerð Kárahnjúkastíflu starfa nú um um eitthundrað konur. Það telst þó varla mikið því karlmennirnir eru tólf hundruð, tólffalt fleiri. Einn af æðstu stjórnendum á svæðinu er Yrsa Sigurðardóttir verkfræðingur en hún er tæknistjóri eftirlitsfyrirtækjanna fyrir hönd Landsvirkjunar. Yrsu er reyndar margt fleira til lista lagt því hún hefur sent frá sér fimm barnabækur og hlotið verðlaun fyrir. Yrsa segir skemmtilegt að stjórna í svona karlaríki. Hún segist upplifa það líka hjá þeim, enda myndi hún sjálf ekki vilja vinna einungis með konum. Hún telur það betra upp á vinnuandann að hafa starfsfólk af báðum kynjum. Kínversku valtarakonurnar hafa vakið sérstaka athygli. Það eru þær sem stjórna völturunum; trukkar keyra efnið á stóru stífluna, ýtur og heflar dreifa úr efninu og svo koma konurnar og valta. Yrsu finnst þær frábærar og ekki síst vegna þess að þær séu svo fínar í vinnunni, m.a. skarti þær varalit sem sé frekar óalgengt á svæðinu. Með því að þjappa þessa stærstu jarðvegsstíflu Evrópu gegna kínversku valtarakonurnar mikilvægu starfi, enda þýðingarmikið að stíflan verði svo þétt að ekki leki dropi í gegnum hana. Yrsa telur að konurnar séu eiginkonur manna sem vinni á öðrum tækjum við framkvæmdirnar. Hún efast alla vega um að þær séu fjarri litlum börnum sínum í heimalandinu. Sjálf er Yrsa í þeirri stöðu að vinna fjarri fjölskyldu og heimili og segir það erfitt. Vaktakerfið er tíu daga vinna og svo fjögurra daga frí. Hún segir fjölskyldu sína duglega að koma upp á Kárahnjúka og reyndar hafi hún ráðið son sinn í vinnu þar í sumar. Hún segir erfitt að fara burt í tíu daga frá átta ára dóttur sinni, en það venjist. Valtarakonurnar á Kárahnjúkum eru um tíu talsins. Brátt bætist þeim liðsauki því von er á virtri veghefilskonu. Sú hlaut verðlaun kínverskra stjórnvalda fyrir að hafa ýtt síðasta haftinu sem lokaði Gulafljóti þegar það var stíflað. Fréttir Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Kínversku valtarakonurnar hafa vakið óskipta athygli á Kárahnjúkum, enda eru konur innan við tíundi hluti starfsmanna. Einn æðsti stjórnandi á svæðinu er þó kona; verkfræðingur sem jafnframt er verðlaunaður barnabókahöfundur. Vinnustaðurinn Kárahnjúkavirkjun er karlasamfélag. Þó ekki alveg. Við gerð Kárahnjúkastíflu starfa nú um um eitthundrað konur. Það telst þó varla mikið því karlmennirnir eru tólf hundruð, tólffalt fleiri. Einn af æðstu stjórnendum á svæðinu er Yrsa Sigurðardóttir verkfræðingur en hún er tæknistjóri eftirlitsfyrirtækjanna fyrir hönd Landsvirkjunar. Yrsu er reyndar margt fleira til lista lagt því hún hefur sent frá sér fimm barnabækur og hlotið verðlaun fyrir. Yrsa segir skemmtilegt að stjórna í svona karlaríki. Hún segist upplifa það líka hjá þeim, enda myndi hún sjálf ekki vilja vinna einungis með konum. Hún telur það betra upp á vinnuandann að hafa starfsfólk af báðum kynjum. Kínversku valtarakonurnar hafa vakið sérstaka athygli. Það eru þær sem stjórna völturunum; trukkar keyra efnið á stóru stífluna, ýtur og heflar dreifa úr efninu og svo koma konurnar og valta. Yrsu finnst þær frábærar og ekki síst vegna þess að þær séu svo fínar í vinnunni, m.a. skarti þær varalit sem sé frekar óalgengt á svæðinu. Með því að þjappa þessa stærstu jarðvegsstíflu Evrópu gegna kínversku valtarakonurnar mikilvægu starfi, enda þýðingarmikið að stíflan verði svo þétt að ekki leki dropi í gegnum hana. Yrsa telur að konurnar séu eiginkonur manna sem vinni á öðrum tækjum við framkvæmdirnar. Hún efast alla vega um að þær séu fjarri litlum börnum sínum í heimalandinu. Sjálf er Yrsa í þeirri stöðu að vinna fjarri fjölskyldu og heimili og segir það erfitt. Vaktakerfið er tíu daga vinna og svo fjögurra daga frí. Hún segir fjölskyldu sína duglega að koma upp á Kárahnjúka og reyndar hafi hún ráðið son sinn í vinnu þar í sumar. Hún segir erfitt að fara burt í tíu daga frá átta ára dóttur sinni, en það venjist. Valtarakonurnar á Kárahnjúkum eru um tíu talsins. Brátt bætist þeim liðsauki því von er á virtri veghefilskonu. Sú hlaut verðlaun kínverskra stjórnvalda fyrir að hafa ýtt síðasta haftinu sem lokaði Gulafljóti þegar það var stíflað.
Fréttir Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira