Innlent

Seltirningar kjósa í dag

Utankjörstaðaratkvæði voru orðin 266 talsins í gær að sögn Álfþórs B. Jóhannssonar, umsjónarmanns kjörstjórnar, og voru Seltirningar sem Fréttablaðið hafði samband við almennt sammála um að það væri vísir á góða kosningaþátttöku í dag. Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri segir þessar kosningar vera tímamóta kosningar þar sem bæjarstjórnin sé bundin af niðurstöðum hennar og aldrei áður hafi stjórnvald gengið svo langt í virku íbúalýðræði. Hann segir mikilvægt að Seltirningar noti tækifærið í dag. Hart hefur verið deilt um þessar tillögur þar sem stuðningsmenn svokallaðrar H-tillögu leggja áherslu á að samkvæmt henni fjölgar íbúðarhúsum bæjarins um 130 en aðeins 90 samkvæmt S-tillögu. Fylgismenn S-tillögunnar eru hins vegar ósáttir við þau víðtæku áhrif sem það hefði ef knattspyrnusvöllurinn yrði færður á Hrólfsskálamel. Í dag gefst Seltirningum kostur á að kjósa um tvær skipulagstillögur sem settar hafa verið fram um framkvæmdir á svæðinu við Suðurströnd og Hrólfsskálamel við miðbæinn. Kosningin fer fram í Valhúsaskóla og opnar kjörstaður klukkan níu í morgunsárið en lokar klukkan tíu í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×