Innlent

Birgðastaða lambakjöts eðlileg

"Útflutningur lambakjöts mun verða með svipuðu móti og verið hefur og mögulegur skortur hefur lítil áhrif á það," segir Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum. Hann segir það misskilning hjá mörgum að sú staðreynd að birgðastaða íslenska lambakjötsins sé loks orðin eðlileg eins og hann kallar það þýði að minna verði flutt erlendis en verið hefur. "Magnið verður svipað og verið hefur en af því að lambakjöt er árstíðabundin vara flytjum við einungis út það magn sem við getum og síðan klárast kjötið í verslunum og þannig verður það bara. Þetta er alveg í takt við áætlanir en við erum með þessu að reyna að skapa þá hefð að neytendur erlendis viti og gangi að því vísu að nýtt, ferskt lambakjöt frá Íslandi fæst einungis tímabundið á haustin." Baldvin segir það nýtt núna að aðal söluaðili dilkakjöts á Bandaríkjamarkaði, Whole Foods keðjan, ætli sér í haust að hætta sölu á öðru kjöti en íslensku úr verslunum sínum og einbeita sér að sölu á því meðan birgðir endist. "Það sýnir hversu langt við höfum náð í markaðssetningunni að þetta standi til."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×