Innlent

Grípa verður til aðgerða

Öldrun þjóða í Evrópu og Bandaríkjunum getur komið af stað alvarlegum þrengingum í efnahagskerfinu ef ekki veður gripið til viðeigandi aðgerða. Þetta segir Gylfi Magnússon, forseti viðskipta- og hagfræðideildar HÍ, en deildin stóð nýverið fyrir ráðstefnu um þessi mál í samstarfi við Columbia-háskóla. Ástæður þessa eru að ef hlutfall ellilífeyrisþega miðað við fólk á vinnumarkaði er of hátt stendur þjóðarbúskapurinn varla undir því að greiða öllum lífeyri. "Við Íslendingar stöndum nokkuð vel í alþjóðlegum samanburði," segir Gylfi, en þrátt fyrir það kemur vandinn við Íslendinga. Um er að ræða eins konar innfluttan vanda því það hefur sannarlega áhrif hér á landi ef helstu viðskiptalönd okkar lenda í vandræðum. "Við Íslendingar höfum miðlað talsverðu til umheimsins með þeim ráðstöfunum sem við höfum gripið til, sérstaklega í lífeyrismálum og með þeim sveigjanleika sem við höfum hvað varðar þátttöku á vinnumarkaði."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×