Innlent

Skammar norræna ráðherra

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna hittust í Brussel á þriðjudag vegna ráðstefnu Evrópusambandsins um ástandið í Írak. Í kjölfar fundarins skrifuðu utanríkisráðherrarnir grein í Svenska Dagbladet þar sem þeir lýstu sameiginlegri skoðun sinnu um að standa skuli mynduglega að uppbyggingu lýðræðis í Írak. Í greininni stendur að enginn hafi efni á því að uppbygging í Írak mistakist. Í gær birtist svo leiðari í sænska blaðinu Aftonbladet þar sem þessi grein utanríkisráðherranna er gagnrýnd harðlega. Í leiðaranum segir að þótt utanríkisráðherrarnir impri mikið á öryggisvandanum sem nú er í Írak og tali fullum hálsi um harðæri í landinu í meira en tuttugu ár þá sé ekki minnst einu orði á ólöglegt stríð Bandaríkjamanna í Írak. Í leiðaranum segir að utanríkisráðherrarnir taki upp málstað Bandaríkjastjórnar án nokkurrar gagnrýni, kokgleypi áróður Bush-stjórnarinnar og hundsi aðrar upplýsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×