Afgangur en ekki halli 23. júní 2005 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mótmælir harðlega framsetningu Fréttablaðsins síðastliðinn þriðjudag þar sem sagði í fyrirsögn að ráðuneyti hans hefði farið alls um þrjá miljarða króna fram úr fjárlögum árin 1999 til 2003. "Blaðið birti fréttina án þess að styðjast við upplýsingar um fjárlaukalög. Þar fór verra því fréttin er röng, ekki byggð á réttum forsendum," segir Guðni. Hann segir að sönn mynd af fjárheimildum og útgjöldum fáist með því að taka ekki aðeins tillit til heimilda í fjárlögum heldur einnig fjáraukalaga sem og annarra tekna. "Á þessum fimm árum námu viðbótarheimildir í fjáraukalögum um 1,6 miljörðum króna og breytingar á tekjum merktar landbúnaði urðu einnig meiri eða sem nemur 1,6 miljörðum króna. Þannig verður ljóst að á árunum frá 1999 til ársloka 2004 var ráðuneyti mitt meira en 300 milljónum króna innan heimilda," segir Guðni. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðal annars fjallað um framkvæmd fjárlaga hjá landbúnaðarráðuneytinu. Uppsafnaður halli embættis yfirdýralæknis er þar talinn vera um 80 milljónir króna auk 90 milljóna króna vegna gjaldþrota sláturhúsa. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur farið alls um 144 milljónir króna fram úr heimildum á þremur árum og Háskólinn á Hólum í Hjaltadal hefur á þremur árum farið alls um 110 milljónir króna fram úr heimildum. Ríkisendurskoðun segir um embætti yfirdýralæknis að óviðunandi sé að ekki skuli gripið til aðgerða gegn hallarekstrinum miklu fyrr af hálfu forstöðumanns og ráðuneytis. Í svipaðan streng er tekið varðandi rekstrarvanda Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og talið óviðunandi að skólinn sé rekinn með halla á þessu ári. "Ljóst er að rekstrarumfang var langt út fyrir fjárheimildir árið 2004. Yfir 50 milljóna króna halli myndaðist vegna fjósbyggingar. Það er ekki hægt í fljótu bragði að sjá að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi nægjanlega traustan fjárhagsgrundvöll miðað við núverandi stöðu," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun telur jafnframt að forstöðumaður og ráðuneyti hafi brugðist allt of seint við rekstrarvanda Háskólans á Hólum. Lagt er til að rekstrinum verði breytt nú þegar til samræmis við fjárheimildir og mælst er til þess að ráðuneytið taki af skarið í þeim málum sem lögð hafi verið fyrir það. Ríkisendurskoðun telur að skoða þurfi hvort raunhæft sé að reka fleiri en einn landbúnaðarháskóla og vísar til þess að kostnaður í skólunum á Hvanneyri og Hólum sé tveimur til þremur milljónum króna meiri á hvern nemanda en í öðrum háskólum. Í skýrslunni er talið verulega ámælisvert að stjórnendur stofni nýja deild við skólann án þess að fullnægjandi heimildir liggi fyrir. Guðni Ágústsson segir að skólarnir hafi verið sókndjarfir á síðustu árum. "Miklar væntingar eru bundnar Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla, nemendum fjölgar og mörg ný tækifæri blasa við í landbúnaði. Ég lít ávallt á það sem verkefni mitt að stofnanir innan landbúnaðarráðuneytisins séu reknar innan fjárheimilda en einnig að þær fái það sem þær þurfa til þess að sinna verkefnum sínum," segir Guðni Ágústsson Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mótmælir harðlega framsetningu Fréttablaðsins síðastliðinn þriðjudag þar sem sagði í fyrirsögn að ráðuneyti hans hefði farið alls um þrjá miljarða króna fram úr fjárlögum árin 1999 til 2003. "Blaðið birti fréttina án þess að styðjast við upplýsingar um fjárlaukalög. Þar fór verra því fréttin er röng, ekki byggð á réttum forsendum," segir Guðni. Hann segir að sönn mynd af fjárheimildum og útgjöldum fáist með því að taka ekki aðeins tillit til heimilda í fjárlögum heldur einnig fjáraukalaga sem og annarra tekna. "Á þessum fimm árum námu viðbótarheimildir í fjáraukalögum um 1,6 miljörðum króna og breytingar á tekjum merktar landbúnaði urðu einnig meiri eða sem nemur 1,6 miljörðum króna. Þannig verður ljóst að á árunum frá 1999 til ársloka 2004 var ráðuneyti mitt meira en 300 milljónum króna innan heimilda," segir Guðni. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðal annars fjallað um framkvæmd fjárlaga hjá landbúnaðarráðuneytinu. Uppsafnaður halli embættis yfirdýralæknis er þar talinn vera um 80 milljónir króna auk 90 milljóna króna vegna gjaldþrota sláturhúsa. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur farið alls um 144 milljónir króna fram úr heimildum á þremur árum og Háskólinn á Hólum í Hjaltadal hefur á þremur árum farið alls um 110 milljónir króna fram úr heimildum. Ríkisendurskoðun segir um embætti yfirdýralæknis að óviðunandi sé að ekki skuli gripið til aðgerða gegn hallarekstrinum miklu fyrr af hálfu forstöðumanns og ráðuneytis. Í svipaðan streng er tekið varðandi rekstrarvanda Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og talið óviðunandi að skólinn sé rekinn með halla á þessu ári. "Ljóst er að rekstrarumfang var langt út fyrir fjárheimildir árið 2004. Yfir 50 milljóna króna halli myndaðist vegna fjósbyggingar. Það er ekki hægt í fljótu bragði að sjá að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi nægjanlega traustan fjárhagsgrundvöll miðað við núverandi stöðu," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun telur jafnframt að forstöðumaður og ráðuneyti hafi brugðist allt of seint við rekstrarvanda Háskólans á Hólum. Lagt er til að rekstrinum verði breytt nú þegar til samræmis við fjárheimildir og mælst er til þess að ráðuneytið taki af skarið í þeim málum sem lögð hafi verið fyrir það. Ríkisendurskoðun telur að skoða þurfi hvort raunhæft sé að reka fleiri en einn landbúnaðarháskóla og vísar til þess að kostnaður í skólunum á Hvanneyri og Hólum sé tveimur til þremur milljónum króna meiri á hvern nemanda en í öðrum háskólum. Í skýrslunni er talið verulega ámælisvert að stjórnendur stofni nýja deild við skólann án þess að fullnægjandi heimildir liggi fyrir. Guðni Ágústsson segir að skólarnir hafi verið sókndjarfir á síðustu árum. "Miklar væntingar eru bundnar Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla, nemendum fjölgar og mörg ný tækifæri blasa við í landbúnaði. Ég lít ávallt á það sem verkefni mitt að stofnanir innan landbúnaðarráðuneytisins séu reknar innan fjárheimilda en einnig að þær fái það sem þær þurfa til þess að sinna verkefnum sínum," segir Guðni Ágústsson
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira