Innlent

Vilja stöðva Ólínu

Félag framhaldsskólakennara hefur lagt fram stjórnsýslukvörtun við menntamálaráðuneytið fyrir hönd Ingibjargar Ingadóttur, enskukennara við Menntaskólann á Ísafirði. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félagsins, segir Ólínu Þorvarðardóttir, skólameistara MÍ, hafa farið gróflega út fyrir valdsvið sitt þegar hún ákvað á dögunum að óháður aðili ætti að endurfara yfir próf Ingibjargar án þess að kvörtun hefði borist. Hún vill að ráðuneytið stöðvi Ólínu í tilraunum sínum til að bola Ingibjörgu frá skólanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×