Innlent

Tímamótakosningar á Seltjarnarnesi

Niðurstöður kosninganna á Seltjarnarnesi sem fara fram á morgun um skipulagsmál við Suðurströnd og Hrólfsskálamel eru bindandi fyrir bæjarstjórnina. Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri segir þetta vera tímamót hér á landi þar sem ekki hafi þekkst að stjórnvöld hafi gengið svo langt að leggja skýra valkosti í hendur bæjarbúa og bjóða þeim að taka bindandi ákvörðun um niðurstöðu máls. Hins vegar hafi stjórnvöld staðið fyrir skoðanakönnunum og kosningum með flóknum reglum þar sem stjórnmálamenn telji sig svo óbundna af niðurstöðunni. Bæjarstjórinn segir því að íbúarnir stigi skref samráðs og lýðræðis á morgun sem hingað til hafi ekki verið stigið til fulls.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×