Innlent

Drap kind og faldi

<Ökumaður ók yfir kind skammt frá bænum Eyvindarstöðum við Hellisheiði eystri um klukkan tíu í fyrradagsmorgun. Í stað þess að borga sektina sem þessu fylgir fór hann með kindina fjögurra kílómetra leið og faldi hana þar um tuttugu metra frá veginum. Það voru hins vegar glöggir vegavinnumenn sem komu auga á kindina en þeir voru að störfum þar skammt frá. Ekki er vitað hver var að verki en lögreglan á Vopnarfirði segir málið í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×