Innlent

Hús við Grettisgötu brann

Hús við Grettisgötu 54b var alelda þegar slökkviliðsmenn komu að því klukkan rúmlega eitt í fyrrinótt. Að sögn slökkviliðsmanna er það nú líklegast ónýtt. Verið var að endurgera húsið og því bjó enginn í því að sögn lögreglunar í Reykjavík og var það mannlaust þegar atburðirnir áttu sér stað. Húsið er tvílyft, 80 ferimetra timburhús og í rauninni bakhús sem stendur ekki nálægt öðru húsi svo ekki var hætta á að eldurinn breiddist út, auk þess var vindur hægur. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en slökkvistarfi var lokið um klukkan fjögur. Ekki er vitað hver tildrög brunans eru en málið er í rannsókn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×