Innlent

Hefur náð tökum á rekstrarvandanum

Menntaskólinn í Kópavogi hefur náð tökum á langvarandi rekstrarhalla sem rekja má allt aftur til ársins 1996 og hefur síðustu ár verið afgangur af rekstri skólans. Þetta kemur fram í greinargerð Ríkisendurskoðunar um fjárlög ársins 2004. Menntaskólinn óx mun hraðar en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Frá árinu 1998 hafa húsnæði og nemendafjöldi skólans rúmlega tvöfaldast. Ríkisendurskoðun segir ennfremur nauðsynlegt að samkomulag náist milli skólans og menntamálaráðuneytisins um úrlausn á uppsöfnuðum halla sjóðsins gagnvart ríkissjóði frá fyrri árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×