Innlent

Sigurður Flosason bæjarlistamaður

Sigurður Flosason var á þjóðhátíðardaginn útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2005. Sigurður er saxófónleikari og tónskáld og þó hann hafi víða komið við í íslenskri tónlist á jazzinn hug hans allan. Sigurður hefur gefið út tíu geisladiska í eigin nafni og spilað inn á fjölda annarra. Hann hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og tvívegis verið tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Þá hefur hann einnig komið að margvíslegum nefnda- og stjórnunarstörfum tengdum íslensku tónlistarlífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×