Innlent

Dufl kom í dragnót

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru á björgunarbát út í Aðalbjörgu RE-5 út af Þorlákshöfn á miðvikudagsmorgun vegna torkennilegs hlutar sem kom í dragnót skipsins. Reyndist þetta vera sprengjuefnistunna úr tundurdufli frá síðari heimsstyrjöld. Sérfræðingarnir fjarlægðu sprengibúnaðinn úr tunnunni og fóru því næst með hann í land. Sprengiefninu var eytt í sandgryfjum milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×