Innlent

Esso lét undan þrýstingi

Olíufélagið Esso mun að öllum líkindum opna að nýju bensínsölu félagsins í Bjarkarlundi eftir ákafan þrýsting frá íbúum og samtökum á Vestfjörðum. Rúmur mánuður er síðan stöðinni var lokað og hún tekin niður en í staðinn verður settur upp bensínsjálfsali á sama stað í næsta mánuði. Er þetta gert að kröfu heimamanna en langt er á milli bensínstöðva á þessum slóðum auk þess sem umferð ferðafólks er mikil þarna á sumrin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×