Erlent

Skotið á hjálparstarfsmann

Skotið var á hjálparstarfsmann á hamfarasvæðunum í Inónesíu í gær. Starfsmaðurinn er ekki í lífshættu en vegarspotta í nágrenninu hefur verið lokað til öryggis, enda er þetta í fyrsta sinn sem atvik af þessu tagi á sér stað í alla þá sex mánuði sem hjálparstarfið hefur staðið yfir. Ekki liggur enn fyrir hver var að verki eða hvers vegna.  Undanfarið hefur mikill sýkingarfaraldur gert vart við sig á hamfarasvæðunum. Fjöldi fólks þjáist af óvenjulegum sýkingum í lungum og ennisholum og eins þjást margir af tímabundinni lömun vegna sýkinga í heila. Frá þessu er greint í nýjasta tímariti New England Journal of Medicine og þar segir að áhrif hamfaranna á íbúa svæðanna hafi líklega enn ekki að öllu leyti komið fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×